13. - 17. Febrúar

Árleg fræðsluvika þar sem lögð er áhersla á vitundarvakningu um mikilvægi upplýsinga- og miðlalæsis ásamt því að bjóða upp á nýtt fræðsluefni með mismunandi þema milli ára. Tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi (TUMI) stendur að vikunni.

Við kynnum okkur leiðir til þess að nálgast samtal um notkun samfélagsmiðla. Hversu mikið á eftirlit foreldra að vera og hvert er hægt að leita þegar að eitthvað kemur uppá?

Samkvæmt skilmálum þurfa einstaklingar að hafa náð 13 ára aldri til þess að stofna þar sinn  aðgang. Á Íslandi eru um 60% barna á aldrinum 9-12 ára með TikTok og Snapchat.

Þriðjungi nemenda á unglingastig finnst erfitt að vita hvaða fréttum þau geti treyst á samfélagsmiðlum. Við ræðum við Karitas M. Bjarkadóttur ritstjóra Krakkafrétta á RÚV um fréttir og falsfréttir. 

Hvað get ég gert þegar að einhver fer yfir mín mörk á netinu? Hér kynnum við okkur reglur um sendingar og deilingar nektarmynda og hvert er hægt að leita þegar að brotið er á okkur á netinu.

Á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafa horft á klám á netinu. Hér kynnum við okkur skaðleg áhrif þess fyrir börn að horfa á klámefni áður en þau hafa sjálf náð aldri og þroska til þess að hafa myndað sína eigin reynslu af kynlífi.

Hver er upplifun ungmenna af eigin notkun á samfélagsmiðlum og hvaða ráð myndu þau sjálf gefa öðrum sem yngri eru og vilja ólm byrja að nota samfélagsmiðla? Hér er rætt við ungmenni úr Ungmennaráðum Samfés og Samtakanna ´78 um samskipti á netinu og þeim áhrifum sem það getur haft á líðan.

Vellíðan barna í rafrænum heimi

Málþing og hackathon 28.-30. september í Reykjavík Málþing um vellíðan barna í rafrænum heimi verður haldið í Háskólanum í Reykjavík þann 28. september. Þar verða til umræðu þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi í dag með börnum...

Ný skýrsla: Traust í íslensku samfélagi

Þrír af hverjum tíu (29,6%) sögðust bera annað hvort fremur eða mjög mikið traust til fjölmiðla á Íslandi í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar sem nefnist „Traust í íslensku samfélagi“. Hlutfall þeirra sem hafa séð falsfréttir, fengið þær sendar eða rekist á...

Ný skýrsla: Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi

Upplifun á hatursfullum ummælum, einelti eða áreiti og hótunum um ofbeldi á netinu hækkar milli ára á Íslandi í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar sem nefnist „Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi“. Ögranir og/eða háð hafði þá neikvæð áhrif á þátttöku tæplega helmings...

Börn og netmiðlar

Fjölmiðlanefnd fékk Menntavísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma víðtæka spurningakönnun meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára um allt land á vormánuðum árið 2021.

Netið, samfélagsmiðlar og börn

Samskipti fara æ oftar fram á netinu. Mikilvægt er að vita hvaða hegðun er í lagi, hvaða hegðun er óviðeigandi og hvað eigi að gera þegar stafrænt ofbeldi á sér stað. Lærðu hvernig þú getur bætt öryggi þitt og þinna á netinu. 

112.is - Netöryggi

Samskipti fara æ oftar fram á netinu. Mikilvægt er að vita hvaða hegðun er í lagi, hvaða hegðun er óviðeigandi og hvað eigi að gera þegar stafrænt ofbeldi á sér stað. Lærðu hvernig þú getur bætt öryggi þitt og þinna á netinu. 

Farsælir foreldrar

Nýtt veftímarit Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Veftímaritið fór í loftið í lok árs 2022 í tilefni 30 ára afmælis foreldrasamtakanna og mun nú vera lifandi á vefnum.