12. - 16. Febrúar

Árleg fræðsluvika þar sem lögð er áhersla á vitundarvakningu um mikilvægi upplýsinga- og miðlalæsis ásamt því að bjóða upp á nýtt fræðsluefni með mismunandi þema milli ára. Tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi (TUMI) stendur að vikunni.

Við kynnum okkur leiðir til þess að nálgast samtal um notkun samfélagsmiðla. Hversu mikið á eftirlit foreldra að vera og hvert er hægt að leita þegar að eitthvað kemur uppá?

Samkvæmt skilmálum þurfa einstaklingar að hafa náð 13 ára aldri til þess að stofna þar sinn  aðgang. Á Íslandi eru um 60% barna á aldrinum 9-12 ára með TikTok og Snapchat.

Þriðjungi nemenda á unglingastig finnst erfitt að vita hvaða fréttum þau geti treyst á samfélagsmiðlum. Við ræðum við Karitas M. Bjarkadóttur ritstjóra Krakkafrétta á RÚV um fréttir og falsfréttir. 

Hvað get ég gert þegar að einhver fer yfir mín mörk á netinu? Hér kynnum við okkur reglur um sendingar og deilingar nektarmynda og hvert er hægt að leita þegar að brotið er á okkur á netinu.

Á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafa horft á klám á netinu. Hér kynnum við okkur skaðleg áhrif þess fyrir börn að horfa á klámefni áður en þau hafa sjálf náð aldri og þroska til þess að hafa myndað sína eigin reynslu af kynlífi.

Hver er upplifun ungmenna af eigin notkun á samfélagsmiðlum og hvaða ráð myndu þau sjálf gefa öðrum sem yngri eru og vilja ólm byrja að nota samfélagsmiðla? Hér er rætt við ungmenni úr Ungmennaráðum Samfés og Samtakanna ´78 um samskipti á netinu og þeim áhrifum sem það getur haft á líðan.

Færri börn og ungmenni beðin um að senda af sér nektarmyndir

Hlutfall barna og ungmanna sem segist hafa fengið senda nektarmynd/ir eða hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd/ir lækkar frá árinu 2021. Þá eru einnig færri sem hafa upplifað hótanir, einelti, útilokanir frá hópum og ljót komment í...

SAFT til Fjölmiðlanefndar

Þann 1. janúar 2024 færðist umsjón með framkvæmd SAFT-verkefnisins frá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra til Fjölmiðlanefndar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Verkefnið hefur verið styrkt og unnið í...

Börn og netmiðlar

Fjölmiðlanefnd fékk Menntavísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma víðtæka spurningakönnun meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára um allt land á vormánuðum árið 2021.

Netið, samfélagsmiðlar og börn

Samskipti fara æ oftar fram á netinu. Mikilvægt er að vita hvaða hegðun er í lagi, hvaða hegðun er óviðeigandi og hvað eigi að gera þegar stafrænt ofbeldi á sér stað. Lærðu hvernig þú getur bætt öryggi þitt og þinna á netinu. 

112.is - Netöryggi

Samskipti fara æ oftar fram á netinu. Mikilvægt er að vita hvaða hegðun er í lagi, hvaða hegðun er óviðeigandi og hvað eigi að gera þegar stafrænt ofbeldi á sér stað. Lærðu hvernig þú getur bætt öryggi þitt og þinna á netinu. 

Skjárinn og börnin - Heilsuvera

Skjátímaviðmið fyrir börn og ungmenni. Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og með stöðugum tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi. Fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu alltaf að fara fram undir handleiðslu foreldra, forsjáraðila og/eða annarra fullorðinna.

Námsefni í stafrænni borgaravitund - Kópavogur

Allir nemendur þurfa að búa yfir færni til að geta fótað sig í stafrænum heimi. Á þessum vef má finna samantekt á leiðbeinandi efni á íslensku sem hægt er að styðjast við í kennslu nemenda í stafrænni borgaravitund (e. digital citizenship). Efnið er sett fram eftir árgöngum.

Vika 6

Vika6 er sjötta vika hvers árs. Í þeirri viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva borgarinnar hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Leikskólum, frístundaheimilum og öðrum sveitarfélögum er hjartanlega velkomið að taka þátt í Viku6 eftir því sem á við og hentar hverjum og einum. 

Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir Viku6 en unglingar borgarinnar kjósa þema á hverju ári. Unnið er útfrá hugmyndum um alhliða kynfræðslu

Orðin okkar - Jafnréttisstofa

Orðin okkar er herferð á vegum Jafnréttisstofu til að hvetja fólk til umhugsunar um áhrifamátt orða sinna. Orð geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig nært, huggað og sameinað.

Herferðin er liður í að stuðla að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi og berjast gegn hatursorðræðu og rótum hennar, s.s. fordómum, neikvæðum staðalímyndum og smánun minnihlutahópa.

Stopp ofbeldi

Stopp ofbeldi á vegum Menntamálastofnunar.

Fræðsluefni um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni.

Sjúkást

SJÚKÁST er forvarnarátak á vegum Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna. Markmið átaksins er að ungmenni þekki lykilhugtök á borð við mörk og samþykki og geti greint muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum.

Stoppa - hugsa - athuga

Svona þekkir þú rangfærslur og falsfréttir – „Falsfréttir“ er hugtak sem er oft notað um efni sem hefur á sér yfirbragð fréttar en er að hluta eða í heild uppspuni. Stundum er líka mikilvægum upplýsingum sleppt til að sýna einhliða mynd af viðfangsefninu.

Oft er röngum og misvísandi upplýsingum dreift af ásetningi. Tilgangurinn getur verið að græða peninga, svindla á þér, hafa áhrif á pólitískar skoðanir þínar eða skapa ósætti í samfélaginu.

Aldursmerkingar

Aldursmerkingar í bíómyndum, þáttum og tölvuleikjum. Aldursmatið á Íslandi byggir á hollenska kerfinu Kijkwijzer. Kerfið byggir á ýmsum rannsóknum og skiptist í sjö aldursflokka og 6 efnisvísa sem eiga að hjálpa áhorfendum að taka ákvörðun um hvort horfa eigi á efni eða ekki. Kijkwijzer snýst ekki um að meta hversu hentug kvikmynd eða þáttaröð er, heldur segja okkur hversu skaðlegt efnið er.

Farsælir foreldrar

Nýtt veftímarit Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Veftímaritið fór í loftið í lok árs 2022 í tilefni 30 ára afmælis foreldrasamtakanna og mun nú vera lifandi á vefnum.