6 myndbönd

Áhorf á klám á netinu

Fræðslumyndbandið Áhorf á klám á netinu (8:35 mín) inniheldur upplýsingar úr víðtækri rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands meðal barna og ungmenna á aldrinum 9 – 18 ára vorið 2021. Hér kynnum við okkur skaðleg áhrif þess fyrir börn að horfa á klámefni áður en þau hafa sjálf náð aldri og þroska til þess að hafa myndað sína eigin reynslu af kynlífi. Þá lítum við einnig á ójafna stöðu kynja í klámefni og hvað sé hægt að gera þegar að við finnum fyrir hópþrýstingi að horfa á klám. Rætt er við Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur verkefnisstýru Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Ásamt því fáum við að heyra upplifun ungmenna úr Ungmennaráðum Samfés og Samtakanna ́78.

Áhorf á klám á netinu og afleiðingar er meginviðfangsefnið; aðgengi, að klám er vond kynfræðsla, gefur ranga mynd af kynlífi, skaðleg áhrif, valdaójafnvægi og ofbeldi. Hér að neðan er bent á gagnlegt efni fyrir kennara og foreldra þegar rætt er um klám við börn. Efnið er einkum hugsað fyrir börn á miðstigi.

Helstu atriði

Á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafa horft á klám á netinu.

Stelpur leita síður að klámefni á netinu en strákar.

67% þeirra sem höfðu horft á klám leituðu af því sjálf. 10% sáu það hjá vini eða vinkonu

Um helmingur stráka í 9. bekk og eldri taldi að sér hefði líkað áhorfið. Um helmingi færri stelpum líkaði að hafa horft á klámefnið.

Stelpur eru líklegri en strákar til að finnast áhorf á klám vera óþæginlegt eða viðbjóðslegt