Samtal um samfélagsmiðla
Fræðslumyndbandið Samfélagsmiðlar og aldursmerkingar (7:03 mín) inniheldur upplýsingar úr víðtækri rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands meðal barna og ungmenna á aldrinum 9 – 18 ára vorið 2021. Samkvæmt skilmálum samfélagsmiðla þurfa einstaklingar að hafa náð 13 ára aldri til þess að stofna þar sinn eigin aðgang. Á Íslandi eru um 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang á TikTok og Snapchat. Hér er rætt við Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd um mikilvægi þess að virða aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Ásamt því fáum við að heyra upplifun ungmenna úr Ungmennaráðum Samfés og Samtakanna ́78.
Samfélagsmiðlar og aldursmerkingar er megin umræðuefnið og er sett í samhengi við samskipti á netinu og hvað við setjum inn, komið inn á stafrænt fótspor og hvaða áhrif algóritmi hefur. Stuðningsefnið er einkum hugsað fyrir miðstig en ef ekki hefur verið farið í efnið með eldri nemendum er sjálfsagt að gera það.
Helstu atriði
97% barna á unglinga og miðstigi eiga sinn eigin farsíma.
Á miðstigi (9-12 ára) nota 60% TikTok og Snapchat og 30% Instagram allir miðlarnir eru með 13 ára aldurstakmarki
YouTube er vinsælasti samfélagsmiðillinn en hann nota um 90% nemenda á miðstigi og unglingastigi.
Um 60% nemenda á miðstigi, elsta stigi og í framhaldsskóla hafa fengið hjálp frá foreldrum við að stofna aðgang á samfélagsmiðlum.
15% nemenda á miðstigi deilir eða sendir myndbönd á TikTok, Snapchat eða Instagram án þess að vera með aldur til að nota miðlana.
Um fjórðungur nemenda 4.‐7. bekk líkar daglega við færslur, 49% í 8.‐10. bekk.
Rúmur þriðjungur nemenda í 8.‐10. bekk og í framhaldsskóla deilir myndum sem sýna andlit þeirra, en það er afar fátítt meðal nemenda í 4.‐7. bekk (9%).