Fréttir og falsfréttir
Fræðslumyndbandið Fréttir og falsfréttir (6:45 mín) inniheldur upplýsingar úr víðtækri rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands meðal barna og ungmenna á aldrinum 9 – 18 ára vorið 2021. Þriðjungi nemenda áunglingastig finnst erfitt að vita hvaða fréttum þau geti treyst á samfélagsmiðlum. Við ræðum við Karitas M. Bjarkadóttur ritstjóra Krakkafrétta á RÚV um fréttir og falsfréttir. Af hverju eru fréttir mikilvægar og hvað er hægt að gera þegar að maður efast um sannleiksgildi upplýsinga? Þá fáum við einnig að heyra upplifun ungmenna úr Ungmennaráðum Samfés og Samtakanna ́78.
Fréttir og falsfréttir er megin umræðuefnið, af hverju fréttir eru mikilvægar, hvar við fáum fréttir og hvernig við getum fundið út úr því hvort frétt sé rétt eða ekki. Til að vekja athygli nemenda á þessu er gott að vinna með tilbúnar fréttir með nemendum og biðja þau að veita ákveðnum atriðum eftirtekt. Stuðningsefnið er einkum hugsað fyrir miðstig en ef ekki hefur verið farið í efnið með eldri nemendum er sjálfsagt að gera það.
Helstu atriði
4 af 10 á unglingastigi eru með falskan aðgang á samfélagsmiðlum Þriðjungi nemenda á unglingastig finnst erfitt að vita hvaða fréttum þau geti treyst á samfélagsmiðlum
Rúmlega helmingur nemenda á unglingastigi segist hafa séð falsfrétt
Flest börn á mið- og unglingastigi segjast nota sjónvarp til að nálgast fréttir
Flest þeirra eða 67% gerðu ekkert þegar að þau sáu frétt sem þau töldu vera falsfrétt en 25% leituðu upplýsinga um efnið á netinu
58% sögðust hafa séð falsfréttina á samfélagsmiðlum, 29% á vefsíðu og 21% á YouTube