SAFT til Fjölmiðlanefndar

Þann 1. janúar 2024 færðist umsjón með framkvæmd SAFT-verkefnisins frá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra til Fjölmiðlanefndar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Verkefnið hefur verið styrkt og unnið í samstarfi við styrkjaáætlanir Evrópusambandsins tengdum netöryggi og vernd barna á neti. Í dag gegnir SAFT […]

Upplýsinga- og miðlalæsisvika í annað sinn á Íslandi 12.-16. febrúar

Sérstök fræðsluvika tileinkuð upplýsinga- og miðlalæsi verður haldin í annað sinn á Íslandi vikuna 12.-16. febrúar. Fordæmi eru fyrir slíkum vikum í öðrum löndum og var vinnuhópurinn sem stendur að verkefninu t.a.m. í góðu samstarfi við KAVI í Finnlandi og Medietilsynet í Noregi við undirbúning fræðsluvikunnar í fyrra en þá fengu allir skólar sendan fræðslupakka […]

Vika6 – 5. – 10. febrúar

Vika6 er sjötta vika hvers árs. Í þeirri viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva borgarinnar hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Leikskólum, frístundaheimilum og öðrum sveitarfélögum er hjartanlega velkomið að taka þátt í Viku6 eftir því sem á við og hentar hverjum og einum.  Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir Viku6 en […]

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn – 6. febrúar 2024

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag, 6. febrúar 2024. Haldið er upp á þennan dag víða um heiminn ár hvert með það að markmiði að vekja athygli á netöryggi og hvetja fólk, ekki síst börn og ungmenni, til að huga að góðum samskiptum á netinu. Á Íslandi hefur alþjóðlegi netöryggisdagurinn verið skipulagður af SAFT. SAFT – […]

Sexan – Stuttmyndasamkeppni um samþykki, nektarmyndir, tælingu og slagsmál

Sexan stuttmyndakeppni er haldin fyrir öll í 7. bekk grunnskólum landsins í janúar 2024. Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá fræðslu í skólum og/eða félagsmiðstöðvum og fá tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, hámark 3 mínútur að lengd. Viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki nektarmynd tæling slagsmál ungmenna Auk […]

Vellíðan barna í rafrænum heimi

Málþing og hackathon 28.-30. september í Reykjavík Málþing um vellíðan barna í rafrænum heimi verður haldið í Háskólanum í Reykjavík þann 28. september. Þar verða til umræðu þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi í dag með börnum og notkun stafrænna miðla í samhengi við líkamlega og andlega vellíðan. Nokkrir sérfræðingar munu miðla […]

Ný skýrsla: Traust í íslensku samfélagi

Þrír af hverjum tíu (29,6%) sögðust bera annað hvort fremur eða mjög mikið traust til fjölmiðla á Íslandi í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar sem nefnist „Traust í íslensku samfélagi“. Hlutfall þeirra sem hafa séð falsfréttir, fengið þær sendar eða rekist á þær með öðrum hætti á netinu síðastliðna 12 mánuði lækkar á milli ára en á […]

Ný skýrsla: Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi

Upplifun á hatursfullum ummælum, einelti eða áreiti og hótunum um ofbeldi á netinu hækkar milli ára á Íslandi í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar sem nefnist „Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi“. Ögranir og/eða háð hafði þá neikvæð áhrif á þátttöku tæplega helmings þátttakenda (43%) í umræðum á netinu. Það veldur áhyggjum að svo hátt hlutfall fólks í […]

Samningur við Fjölmiðlanefnd um þjálfun í miðlalæsi og viðbrögðum við upplýsingaóreiðu á netinu

Samningur við Fjölmiðlanefnd um þjálfun í miðlalæsi og viðbrögðum við upplýsingaóreiðu á netinu Tveir samningar sem snúa að auknu netöryggi og fræðslu voru undirritaðir af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, 8. febrúar síðastliðinn. Samningarnir tveir eru liðir í aðgerðaáætlun stjórnvalda í netöryggi 2022-2027 og snúa að styrkjum […]

Opið málþing um upplýsinga- og miðlalæsi 16. febrúar

Sérstök fræðsluvika tileinkuð upplýsinga- og miðlalæsi verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi í næstu viku! Allir skólar á landinu munu í dag, á alþjóðlega netöryggisdeginum, fá sendan fræðslupakka með sex fræðslumyndböndum ásamt kennslustuðningi. Fræðsluefnið er ætlað fyrir börn á miðstigi um samskipti og líðan á netinu, áhorf á klám, fréttir og falsfréttir og ábyrga notkun […]