Vika6 – 5. – 10. febrúar

Vika6 er sjötta vika hvers árs. Í þeirri viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva borgarinnar hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Leikskólum, frístundaheimilum og öðrum sveitarfélögum er hjartanlega velkomið að taka þátt í Viku6 eftir því sem á við og hentar hverjum og einum. 

Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir Viku6 en unglingar borgarinnar kjósa þema á hverju ári. Unnið er útfrá hugmyndum um alhliða kynfræðslu 

Þema Viku6 í ár er Samskipti og Sambönd og var það valið eftir niðurstöðu kosninga sem rúmlega 1400 unglingar tóku þátt í. Fulltrúar unglinga úr öllum grunnskólum borgarinnar mættu svo á vinnufund í desember þar sem þau fengu tækifæri til að hafa áhrif á inntak og framkvæmd Viku6.

Þemað hentar mjög vel í vinnu með börnum á öllum aldri því við þurfum alltaf að vera að æfa okkur í að eiga góð og heilbrigð samskipti.

Deila: