Vellíðan barna í rafrænum heimi

Málþing og hackathon 28.-30. september í Reykjavík

Málþing um vellíðan barna í rafrænum heimi verður haldið í Háskólanum í Reykjavík þann 28. september. Þar verða til umræðu þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi í dag með börnum og notkun stafrænna miðla í samhengi við líkamlega og andlega vellíðan. Nokkrir sérfræðingar munu miðla nýrri þekkingu og sérfræðiþekkingu á sviði rannsókna, sálfræði, hönnunar, staðbundinnar þátttöku og opinberrar þjónustu.

Ai2ai frá Finnlandi mun þar kynna nýja Pall0 tækið sitt sem ögrar snjallsímanum og ýtir undir líkamlega og andlega vellíðan. Hackathon-ið „Hacking for Wellness“ mun fylgja málstofunni þar sem bæði forritarar og viðskiptafrumkvöðlar munu geta sýnt hæfileika sína og sköpunargáfu þegar þeir forrita fyrir nýja Pall0 gagnvirka tækið.

Markhópur viðburðarins eru allir sem koma að vistkerfi stafrænna forrita sem hafa áhrif á ungt fólk á Íslandi í dag: heilbrigðisgeirinn, tæknigeirinn, menntageirinn, nýsköpun og fjárfestar, nemendur, frumkvöðlar, viðskipta hönnuðir, forritarar, hönnuðir og allir sem áhuga hafa á andlegri og líkamlegri vellíðan barna á Íslandi.

​Tilgangur þessa viðburðar er að safna saman lykilaðilum úr vistkerfunum um andlega og líkamlega vellíðan barna á Íslandi með tilliti til stafrænna miðla og vara. Markmiðið er að miðla þekkingu, hvetja til og skapa betra samstarf tæknifyrirtækja, heilbrigðisþjónustu og hins opinbera.​

Fyrirlesarar:

  • Skúli Bragi Geirdal – Verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefndinni
  • Þórhildur Halldórsdóttir  –  Prófessor í sálfræði hjá HR
  • Sigurður Sigurðsson – Sérfræðingur hjá Heimili og skóla og SAFT
  • Arthur Scott Þjónustuhönnuður og kennari hjá HÍ og Opna Háskólanum í HR
  • Nemendahópur frá HÍ – Kynnir spennandi verkefni
  • Henrik Terävä & Harry Choreus Stofnendurnir hjá Ai2Ai í Finlandi

Frekari upplýsingar um málþingið má finna hér

Skráningu á málþingið má finna hér

Skráning á hackathon-ið má finna hér

 

Deila: